Sögusetur íslenska hestsins er staðsett á Hólum í Hjaltadal.
Markmið setursins er að vera alþjóðleg miðstöð fræðslu og þekkingar um íslenska hestinn, og halda úti fjölbreyttu sýningarstarfi sem fjallar um allt sem viðkemur hestinum – bæði í fortíð og nútíð.
Um þessar mundir eru tvær sýningar í gangi í setrinu:
Annars vegar sýning sem varpar ljósi á mikilvægi íslenska hestsins í daglegu lífi þjóðarinnar á 20. öldinni, og hins vegar sýning sem fjallar meðal annars um litafjölbreytileika íslenska hestsins, stofnun upprunaættbókarinnar, heiðursverðlaunahross, afrekshross og margt fleira.